Innlent

Fundi SA og blaðamanna slitið

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá fundi samninganefndanna um miðjan nóvember.
Frá fundi samninganefndanna um miðjan nóvember. Vísir/einar

Fundi samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Blaðamannafélags Íslands var slitið á fimmta tímanum, án niðurstöðu. Aðstoðarsáttasemjari átti frumkvæði að fundarslitunum en ekki hefur verið boðað til annars fundar í deilunni.

Hvorki hefur gengið né rekið í viðræðum félaganna undanfarna mánuði. Blaðamenn á vefmiðlum, auk ljósmyndara og tökumanna, hafa þrisvar lagt niður störf í yfirstandandi kjaradeilu og boðað hefur verið til vinnustöðvunar hjá blaðamönnum prentmiðla á fimmtudag.

Sú vinnustöðvun er síðasta verkfallsaðgerðin sem félagsmenn Blaðamannafélagsins sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu með 83 prósent atkvæða í lok október.

Félagsmenn Blaðamannafélagsins greiddu atkvæði um samningstilboð SA í liðinni viku, eftir að félagið hafði skotið verkföllum á frest vikunni áður. Rúmlega sjötíu prósent blaðamanna höfnuðu tilboðinu.

Blaðamenn Vísis eru félagsmenn í Blaðamannafélagi Íslands.


Tengdar fréttir

Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara

Samninganefndir Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundirritaðan kjarasamning.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.