Innlent

Ræddu stöðuna hjá sáttasemjara

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Samninganefnd BÍ á fundi með fulltrúum SA nýlega.
Samninganefnd BÍ á fundi með fulltrúum SA nýlega. fréttablaðið/Anton
Samninganefndir Blaðamannafélagsins og Samtaka atvinnulífsins funduðu í eina og hálfa klukkustund í gær, degi eftir að blaðamenn kolfelldu nýundirritaðan kjarasamning.

Samkvæmt heimildum var fundurinn ágætur en engin lausn á kjaradeilunni þó í sjónmáli. Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndirnar aftur til fundar klukkan 11.00 í dag.

Að óbreyttu hefst vinnustöðvun ljósmyndara, tökumanna og þeirra félagsmanna BÍ sem starfa á vefmiðlum Árvakurs, Sýnar, Torgs og RÚV klukkan tíu í fyrramálið og stendur til 22.00 annað kvöld.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×