Innlent

Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir

Heimir Már Pétursson skrifar

Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða.

Tvö hundruð og ellefu voru á kjörskrá og greiddu 62 prósent þeirra atkvæði. Aðgerðirnar verða stigmagnandi í lengd þrjá föstudaga frá og með 8. nóvember á netmiðlum fyrrgreindra fyrirtækja og standa allan daginn á Morgunblaðinu og Fréttablaðinu fimmtudaginn 28. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma.

Árangurslaus samningafundur var hjá Ríkissáttasemjara í gær og hefur nýr fundur ekki verið boðaður.

Vísir/Hafsteinn
Vísir/Hafsteinn
Vísir/Hafsteinn
Vísir/Hafsteinn

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.