Enski boltinn

Glæsimark Schlupps tryggði tíu Palace-mönnum sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schlupp fagnar með stuðningsmönnum Crystal Palace.
Schlupp fagnar með stuðningsmönnum Crystal Palace. vísir/getty
Þrátt fyrir að vera manni færri í 71 mínútu vann Crystal Palace sigur á Bournemouth, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.Jeffrey Schlupp skoraði eina mark leiksins eftir frábæran einleik á 76. mínútu.Schlupp skoraði einnig í 0-2 sigrinum á Burnley á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í röð.Mamadou Sakho, varnarmaður Palace, var rekinn af velli á 19. mínútu fyrir brot á Adam Smith. Það kom þó ekki að sök fyrir heimamenn.Bournemouth var miklu meira með boltann í leiknum en gekk illa að opna vörn Palace.Með sigrinum komst Palace upp í 5. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 12. sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.