Enski boltinn

Glæsimark Schlupps tryggði tíu Palace-mönnum sigur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Schlupp fagnar með stuðningsmönnum Crystal Palace.
Schlupp fagnar með stuðningsmönnum Crystal Palace. vísir/getty

Þrátt fyrir að vera manni færri í 71 mínútu vann Crystal Palace sigur á Bournemouth, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jeffrey Schlupp skoraði eina mark leiksins eftir frábæran einleik á 76. mínútu.

Schlupp skoraði einnig í 0-2 sigrinum á Burnley á laugardaginn. Þetta er í fyrsta sinn sem hann skorar í tveimur leikjum í ensku úrvalsdeildinni í röð.


Mamadou Sakho, varnarmaður Palace, var rekinn af velli á 19. mínútu fyrir brot á Adam Smith. Það kom þó ekki að sök fyrir heimamenn.

Bournemouth var miklu meira með boltann í leiknum en gekk illa að opna vörn Palace.

Með sigrinum komst Palace upp í 5. sæti deildarinnar. Bournemouth, sem hefur tapað fjórum leikjum í röð, er í 12. sætinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.