Heitir því að koma þingmanni í fangelsi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2019 21:59 Duncan Hunter mætti fyrir dómara í dag og játaði að hafa misnotað kosningasjóði sína. AP/Gregory Bull Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars. Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira
Duncan Hunter, þingmaður Repúblikanaflokksins frá Kaliforníu, játaði í gær að hafa misnotað 150 þúsund dali úr kosningasjóðum sínum. Hunter situr nú á þingi og hefur gert það í ellefu ár. Í yfirlýsingu til fjölmiðla í gær sagðist Hunter hafa gert mistök. Hann hafi ekki fylgst nægilega vel með eyðslu framboðs síns. Að öðru leyti tjáði hann sig ekki. Hunter og eiginkona hans voru upprunalega sökuð um 60 brot og að hafa eytt 250 þúsund dölum úr kosningasjóðum hans. Meðal annars var Hunter sakaður um að nota kosningasjóði sína í ferðalög, tannlækningar, skólagjöld, tölvuleiki, flugmiða fyrir kanínu, framhjáhöld og ýmislegt annað. Hann og eiginkona hans reyndu svo að fela útgjöldin.Sjá einnig: Notaði kosningasjóði sem eigin sparibaukaHunter hafði áður lýst yfir sakleysi sínu og sagt ásakanirnar vera „nornaveiðar“ en hann var einn af fyrstu þingmönnum Repúblikanaflokksins sem lýsti yfir stuðningi við Donald Trump. Játning hans var liður í samkomulagi við saksóknara. Það felur í sér að hann viðurkennir að hann og eiginkona hans hafi notað kosningasjóði ólöglega rúmlega 30 sinnum frá 2010 til 2016. Hann er annar þingmaður Repúblikanaflokksins sem hefur játað á þessu ári að hafa brotið lög. Margaret Hunter, eiginkona hans, gerði samkomulag við saksóknara í sumar, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Vegna þessa bar hún vitni gegn eiginmanni sínum. Hún gæti átt yfir höfði sér fimm ára fangelsisvist en ekki liggur fyrir hvort þess verði krafist. Vegna hjálpar hennar gæti hún komist hjá því að sitja í fangelsi.Saksóknarinn Phil Halpern gagnrýndi Hunter í dag fyrir að hafa áður talað um „nornaveiðar“ gegn sér. Hann sagði engan embættismann, sama í hvaða embætti þeir væru, eiga að komast upp með að garga „nornaveiðar“ eða „falskar fréttir“ til að hylma yfir brot sín. Halpern sagði einnig að hann myndi sækjast eftir því að Hunter yrði gert að sitja í fangelsi vegna brota sinna. Lágmarksrefsing yrði þá eitt ár í fangelsi en Halpern segist ætla að fara fram á lengri dóm. Sjálfur sagði Hunter í sjónvarpsviðtali í gær að hann væri tilbúinn til að fara í fangelsi. Hann sagðist vonast til þess að eiginkona hans myndi sleppa við fangelsisvist og að réttarhöld hefðu komið verulega niður á þremur börnum þeirra. Refsing Hunter verður þó ákveðin af dómara og dómsuppkvaðning fer fram þann 17. mars.
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Sjá meira