Erlent

Handtekinn fyrir að hringja mörg þúsund sinnum í fyrirtæki og kvarta

Samúel Karl Ólason skrifar
Lögregluþjónar að störfum í Tokyo.
Lögregluþjónar að störfum í Tokyo. AP/Gregorio Borgia
Lögreglan í Tokyo handtók á dögunum 71 árs gamlan mann sem er sakaður um að hringja alls 24 þúsund sinnum í símafélag sitt og kvarta yfir þjónustu fyrirtækisins. Akitoshi Okamoto er sagður hafa hringt mörg þúsund sinnum í símafélagið KDDI á einungis átta dögum. Sakaði hann félagið um að brjóta gegn samningi sem hann hafði gert við það.

Alls hringdi hann 24 þúsund sinnum í félagið á tveimur og hálfu ári.

Samkvæmt frétt BBC sneru kvartanir hans að mestu um það að hann gat ekki hlustað á útvarpið í símanum sínum. Lögreglan segir hann hafa móðgað starfsmenn þjónustuvers KDDI ítrekað og krafist þess að fyrirtækið sendi starfsmann heim til sín. Sá ætti að biðja hann afsökunar persónulega. Hann hafi sömuleiðis margsinnis hringt og skellt svo á um leið og einhver svaraði.Okamoto neitar sök og segist vera fórnarlamb í málinu.

Forsvarsmenn símafélagsins segjast ekki hafa viljað kæra Okamoto. en símtöl hans hafi verið svo tíð að starfsmenn þjónustuversins hafi átt í erfiðleikum með að aðstoða aðra viðskiptavini. Hann var handtekinn sakaður um að hindra eðlilegan rekstur fyrirtækis.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.