Enski boltinn

„Heppinn að boltinn fór ekki í and­litið á mér því ég hefði skotist aftur til Jamaíku“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jesus, Sterling og Rodrigo fagna.
Jesus, Sterling og Rodrigo fagna. vísir/getty
Manchester City vann nokkuð þægilegan sigur á Burnley í gær er liðin mættust í 15. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Meistararnir höfðu betur 4-1.

Þriðja mark City skoraði miðjumaðurinn Rodri en skotið var einkar fast frá vítateigslínunni. Raheem Sterling rétt náði að koma sér undan þrumuskotinu og í netið fór boltinn.

Enski landsliðsmaðurinn sló á létta strengi á Twitter-síðu sinni eftir leikinn og sagðist vera heppinn að hafa náð að koma sér frá boltanum því annars hefði hann skotist alla leið aftur til Jamaíku en þar er Sterling uppalinn.







Hin þrjú mörk City skoruðu Gabriel Jesus og varamaðurinn Riyad Mahrez en Brasilíumaðurinn Jesus átti tvö fyrstu mörk leiksins.

Sterling var skipt af velli í síðari hálfleik og virtist ekki svo sáttur með þá skiptingu. City minnkaði forskot Liverpool niður í átta stig með sigrinum.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×