Enski boltinn

„Væri sturlað að hugsa um titilinn“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola líflegur á hliðarlínunni í gær.
Guardiola líflegur á hliðarlínunni í gær. vísir/getty
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, var í stuði á blaðamanafundi eftir 4-1 sigur City á Burnley í gærkvöldi en hann sagði að enski meistaratitillinn væri fjarlægður draumur.Sigurinn var aldrei í hættu en með sigrinum minnkuðu Englandsmeistararnir forskot Liverpool niður í átta stig. Liverpool spilar gegn grönnunum í Everton í kvöld.„Titilbaráttunni er lokið. Það sem ég les er að enginn segir okkur eiga möguleika. Þetta er búið,“ sagði Spánverjinn í kaldhæðnislegum tón eftir sigur City í gærkvöldi.„Ég trúi því ekki að baráttan sé búin en þetta snýst ekki um hvort ég trúi því eða ekki. Þetta snýst um næsta leik.“„Okkar lið er stöðugt og það er það sem við viljum. Miðað við bilið milli okkar og Liverpool þá væri það í hreinskilni sagt sturlað að hugsa um titilinn.“„Við verðum að hugsa um grannaslaginn á sunnudaginn, leik fyrir leik. Það eru aðrar keppnir líka; enski bikarinn, deildarbikarinn og Meistaradeildin. Það er mikilvægt að taka þennan takt inn í næsta leik.“

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.