Íslenski boltinn

Valsmenn búnir að vinna fyrsta titilinn undir stjórn Heimis

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Andri skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar gegn KR.
Andri skoraði eitt mark og gaf tvær stoðsendingar gegn KR. vísir/bára
Valur vann Íslandsmeistara KR, 3-2, í úrslitaleik Bose-mótsins á Hlíðarenda í kvöld. KR-ingar unnu Bose-mótið í fyrra.Valsmenn fara vel af stað undir stjórn Heimis Guðjónssonar sem tók við þeim af Ólafi Jóhannessyni í haust.Andri Adolphsson átti frábæran leik fyrir Val í kvöld. Skagamaðurinn skoraði eitt mark og lagði hin tvö upp.Patrick Pedersen kom Val yfir með skalla eftir fyrirgjöf Andra á 7. mínútu. Sá síðarnefndi kom heimamönnum svo í 2-0 á 34. mínútu.Tobias Thomsen minnkaði muninn fyrir KR á 72. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar skoraði varamaðurinn Birkir Heimisson þriðja mark Vals. Hann var fyrsti leikmaðurinn sem Heimir fékk til Vals.Pálmi Rafn Pálmason minnkaði muninn á 82. mínútu en nær komst KR ekki. Lokatölur 3-2, Val í vil.Kristján Flóki Finnbogason, framherji KR, fékk rautt spjald undir lok leiksins.Upplýsingar um úrslit og gang mála eru fengnar frá Fótbolta.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.