Markaveisla Mourinho hélt áfram gegn Burnley

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Gleðin er við völd hjá Tottenham undir stjórn Mourinho.
Gleðin er við völd hjá Tottenham undir stjórn Mourinho. vísir/getty
Tottenham komst aftur á sigurbraut undir stjórn Jose Mourinho í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar Lundúnarliðið fékk Burnley í heimsókn en Tottenham tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Portúgalans á Old Trafford í miðri viku.Liðsmenn Mourinho voru staðráðnir í að svara tapinu gegn Man Utd á réttan hátt og strax eftir 10 mínútna leik var staðan orðin 2-0, Tottenham í vil. Son Heung-Min skoraði fallegasta mark leiksins þegar hann kom Tottenham svo í 3-0 eftir rúmlega hálftíma leik og úrslitin nánast ráðin.Harry Kane bætti við öðru marki sínu snemma í síðari hálfleik og Moussa Sissoko rak síðasta naglann í kistu lánlausra Burnley manna stundarfjórðungi fyrir leikslok. Lokatölur 5-0 fyrir Tottenham.Það var engan veginn sama fjörið í leik Watford og Crystal Palace sem fram fór á sama tíma en þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.