Rauð jól í Manchester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Montrétturinn er United manna næstu vikurnar
Montrétturinn er United manna næstu vikurnar vísir/getty
Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni olli engum vonbrigðum þegar nágrannarnir Manchester United og Manchester City mættust á Etihad leikvangnum í kvöld.

Leikurinn var gríðarlega hraður í fyrri hálfleik og voru bæði lið að ógna reglulega. Það voru hins vegar gestirnir sem náðu forystunni með marki úr vítaspyrnu. Bernardo Silva braut þá klaufalega á Marcus Rashford innan vítateigs og eftir að hafa notið aðstoðar VAR benti Anthony Taylor, dómari leiksins, á vítapunktinn.

Rashford skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og skömmu síðar hafði Anthony Martial tvöfaldað forystuna. Man Utd fór því með tveggja marka forystu í leikhléið.

Heimamenn herjuðu á gestina í síðari hálfleiknum og fundu loks leið framhjá þéttum varnarmúr Man Utd á 85.mínútu þegar varamaðurinn Nicolas Otamendi skoraði.

Þrátt fyrir þunga pressu á lokamínútunum tókst Man City ekki að finna jöfnunarmarkið og lokatölur 1-2 fyrir Man Utd sem lyftir sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar. Englandsmeistararnir geta hins vegar endanlega kvatt titilvonir sínar þar sem þeir eru í 3.sæti og eru nú fjórtán stigum á eftir óstöðvandi liði Liverpool.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira