Rauð jól í Manchester

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Montrétturinn er United manna næstu vikurnar
Montrétturinn er United manna næstu vikurnar vísir/getty
Stórleikur umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni olli engum vonbrigðum þegar nágrannarnir Manchester United og Manchester City mættust á Etihad leikvangnum í kvöld.Leikurinn var gríðarlega hraður í fyrri hálfleik og voru bæði lið að ógna reglulega. Það voru hins vegar gestirnir sem náðu forystunni með marki úr vítaspyrnu. Bernardo Silva braut þá klaufalega á Marcus Rashford innan vítateigs og eftir að hafa notið aðstoðar VAR benti Anthony Taylor, dómari leiksins, á vítapunktinn.Rashford skoraði örugglega úr vítaspyrnunni og skömmu síðar hafði Anthony Martial tvöfaldað forystuna. Man Utd fór því með tveggja marka forystu í leikhléið.Heimamenn herjuðu á gestina í síðari hálfleiknum og fundu loks leið framhjá þéttum varnarmúr Man Utd á 85.mínútu þegar varamaðurinn Nicolas Otamendi skoraði.Þrátt fyrir þunga pressu á lokamínútunum tókst Man City ekki að finna jöfnunarmarkið og lokatölur 1-2 fyrir Man Utd sem lyftir sér þar með upp í 5.sæti deildarinnar. Englandsmeistararnir geta hins vegar endanlega kvatt titilvonir sínar þar sem þeir eru í 3.sæti og eru nú fjórtán stigum á eftir óstöðvandi liði Liverpool.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.