Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 22:02 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Innlent Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Erlent Fleiri fréttir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Sjá meira
Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45
Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30