Slökkviliðsmenn í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 7. desember 2019 20:30 Slökkviliðsmenn hafa verið í hættu í baráttu sinni við gróðureldana í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Gróðureldarnir í Ástralíu eru svo umfangsmiklir að yfirvöld hafa gefið það út að þeir séu óviðráðanlegir. Eldarnir hafa logað á um þrjú þúsund ferkílómetra svæði. Alls taka um tvö þúsund og tvö hundruð slökkviliðsmenn þátt í slökkvistarfi þar sem gróðureldar loga í Ástralíu. Yfirvöld hafa sagt að eldur logi á níutíu og fimm stöðum og séu þeir svo miklir ekki hafi tekist að hefta útbreiðslu þeirra. Eldarnir geisa víða. Til dæmi í New South Wales, Queensland, Viktoríu, Suður og Vestur-Ástralíu og Tasmaníu.Slökkviliðsmaður við störf í Ástralíu.AP/Rick RycroftSlökkviliðsmenn hafa verið í hættu við störf sín „Maður er að slökkva stakan eld og á næsta augnabliki er 30 metra bál fyrir aftan mann. Maður hefur bara ekki undan,“ segir Matthew Hutton, slökkviliðsmaður. Umfang eldanna og sú staðreynd að þeir eru óvenjulega snemma á ferð að þessu sinni hafa vakið umræðu í Ástralíu og víðar um nauðsyn þess að bregðast við loftslagsbreytingum af auknum þunga. „Munurinn núna, þegar við erum að koma inn í sumarmánuðina, er að áður fyrr voru þeir að mestu bundnir við norðurhluta New South Wales, en það sem við sjáum í þessari viku er að mannafli okkar þarf að vera meðfram allri strandlengjunni. Eldarnir hafa líka komist mjög nálægt meiri háttar þéttbýlissvæðum hvort sem það er við suðurströndina, miðströndina eða jafnvel vesturhluta Sydney,“ segir Gladys Berjiklian, ríkisstjóri í New South Wales. Ástandið er einna verst í um klukkustundarfjarlægð frá Sydney, stærstu borg Ástralíu. Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað en alls hafa sex manns látist og um sjö hundruð heimili eyðilagst frá því í október.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41 Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52 Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Gróðureldarnir of stórir til að hægt sé að slökkva Því hefur verið beint til íbúa nærri hamfarasvæðunum að flýja heimili sín þegar í stað. 7. desember 2019 11:41
Kóalabjörninn Lewis er dauður Myndir af kóalabirni sem fannst skaðbrenndur og kona kom til bjargar vöktu mikla athygli í síðustu viku, en nú hafa borist fréttir af því að björninn sá allur. 26. nóvember 2019 09:52
Reykur vegna gróðureldanna gerir íbúum Sydney lífið leitt Íbúar í áströlsku stórborginni Sydney vöknuðu í morgun upp við að mikill reykur lá eins og mara yfir borginni. 19. nóvember 2019 11:37
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24