Innlent

Allir fanga­klefar fullir á Hverfis­götu

Atli Ísleifsson skrifar
Maðurinn var handtekinn en látinn laus skömmu síðar.
Maðurinn var handtekinn en látinn laus skömmu síðar. Vísir/vilhelm
Mikið var um útköll hjá lögreglunni á höfuðborginni í gærkvöldi og í nótt og um fimmleytið voru allir fangaklefar fullir á lögreglustöðinni við Hverfisgötu.

Í dagbók lögreglu segir að mikil ölvun hafi verið í miðbænum og hafi lögregla margsinnis þurft að hafa afskipti af fólki vegna óláta og slagsmála. Sömuleiðis þurfti lögregla að aðstoða fólk sem var ósjálfbjarga sökum ölvunar.

„Þrír aðilar voru handteknir í úrhverfi Reykjavíkur á stolinni bifreið, þau öll undir áhrifum fíkniefna og voru vistuð í fangaklefum.

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir víðsvegar um borgina þar sem þeir voru ýmist undir áhrifum áfengis og eða fíkniefna, einnig voru nokkrir handteknir vegna vörslu fíkniefna.

Þá var einnig nokkuð um útköll vegna hávaða í heimahúsum sem hélt vöku fyrir nágrönnum,“ segir í dagbók lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×