Erlent

Rúm­lega fjöru­tíu látnir eftir bruna í verk­smiðju

Atli Ísleifsson skrifar
Verksmiðjan er á svæði sem kallast Sadar Bazaar þar sem er stærsta markað borgarinnar er að finna.
Verksmiðjan er á svæði sem kallast Sadar Bazaar þar sem er stærsta markað borgarinnar er að finna. AP
Rúmlega fjörutíu eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í verksmiðju í indversku höfuðborginni Nýju-Delí í gærkvöldi.

Talsmenn yfirvalda segja eldinn hafa komið upp í sex hæða húsi í gömlum og þéttbyggðum borgarhluta snemma að sunnudagsmorgni. Óttast er að tala látinna komi til með að hækka þegar líður á daginn.

Tugir starfsmanna voru sofandi í verksmiðjunni, þar framleiddar eru töskur, þegar eldurinn kom upp.

Forsætisráðherrann Narendra Modi sagði brunann hræðilegan og að yfirvöld hafi sent „alla mögulegu aðstoð á vettvang harmleiksins“. Slökkviliði barst tilkynning um eldinn klukkan 5:22 að staðartíma.

Verksmiðjan er á svæði sem kallast Sadar Bazaar þar sem er stærsta markað borgarinnar er að finna. Er mikið um mjó stræti, sem torveldaði aðgengi slökkviliðs.

Talsmaður slökkviliðs segir að tekist hafi að bjarga á sjötta tug meðvitundarlausra manna úr logandi byggingunni og hafi þeir verið fluttir á sjúkrahús.

Ekki liggur fyrir um orsök brunans að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×