Erlent

Voðaskot úr sönnunargagni varð saksóknara að bana í dómsal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan varð fyrir skoti í dómsal
Konan varð fyrir skoti í dómsal Vísir/Getty

Saksóknari í Suður-Afríku lést í vikunni eftir að skot hljóp úr haglabyssu sem var sönnunargagn í sakamáli sem hún sótti.

Saksóknarinn, Addelaid Ferreira-Watt, sótti mál gegn mönnum sem meðal annars voru sakaðir um að hafa stolið haglabyssu. Verið var að skrá byssuna sem sönnunargagn í dómsal er skot hljóp úr byssunni.

Hæfði það mjöðm Ferreira-Watt sem flutt var með hraði á sjúkrahús, þar sem hún lést af sárum sínum.

Lögregla rannsakar nú hvernig staðið hafi á því að byssan hafi verið hlaðin og hvort ferlum hafi verið fylgt við skráningu byssunnar sem sönnunargagns.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.