Erlent

Voðaskot úr sönnunargagni varð saksóknara að bana í dómsal

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Konan varð fyrir skoti í dómsal
Konan varð fyrir skoti í dómsal Vísir/Getty
Saksóknari í Suður-Afríku lést í vikunni eftir að skot hljóp úr haglabyssu sem var sönnunargagn í sakamáli sem hún sótti.

Saksóknarinn, Addelaid Ferreira-Watt, sótti mál gegn mönnum sem meðal annars voru sakaðir um að hafa stolið haglabyssu. Verið var að skrá byssuna sem sönnunargagn í dómsal er skot hljóp úr byssunni.

Hæfði það mjöðm Ferreira-Watt sem flutt var með hraði á sjúkrahús, þar sem hún lést af sárum sínum.

Lögregla rannsakar nú hvernig staðið hafi á því að byssan hafi verið hlaðin og hvort ferlum hafi verið fylgt við skráningu byssunnar sem sönnunargagns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×