Mývetningar vonsviknir með stöðuna á Neyðarlínuvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Frá stífluframkvæmdum Neyðarlínunnar við Drekagil sem nú hafa verið stöðvaðar. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
„Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?