Innlent

Verkfallsaðgerð vefblaðamanna í dag frestað

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands.
Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands. Vísir/vilhelm
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhugaðri verkfallsaðgerð vefblaðamanna sem fyrirhuguð var í dag. Klukkan tíu stóð til að fréttamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á vefmiðlum legðu niður störf í tólf tíma.

Um hefði verið að ræða þriðju aðgerðina í boðuðum verkfallsaðgerðum félaga í Blaðamannafélagi Íslands á fjórum fjölmiðlum. Fréttablaðinu, Morgunblaðinu, RÚV og Vísi.

Fyrir vikið verður full fréttaþjónusta á Vísi í allan dag samhliða fréttum á Bylgjunni á heila tímanum og fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld.

„Samninganefndin fundaði í morgun eftir að hafa sofið á því sem gerðist í gærkvöldi. Niðurstaðan var sú að við stæðum frammi fyrir tveimur mjög vondum kostum. Við völdum skárri kostinn af tveimur að okkar mati. Við myndum annaðhvort stefna deilunni í mjög harðan hnút í desember. Þessir fjölmiðlar standa veikum fótum þannig að það er mjög alvarlegt mál fyrir okkar félagsmenn að okkar mati, eða að gangast undir ok lífskjarasamningsins. Það var niðurstaðan að bera það undir atkvæði félagsmanna svo þeir geta sagt sína skoðun á því,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×