Fótbolti

Maradona hættur við að hætta

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Stuðningsmenn Gimnasia lögðu hart að Maradona að halda áfram
Stuðningsmenn Gimnasia lögðu hart að Maradona að halda áfram vísir/getty
Diego Maradona er hættur við að hætta sem þjálfari argentínska liðsins Gimnasia La Plata. Maradona tók við liðinu í september og hugðist hætta eftir rúma tvo mánuði í starfi.Ástæðan fyrir því að hann ætlaði sér að hætta var sú að forseti félagsins hugðist ekki sækjast eftir endurkjöri.Maradona sendi frá sér tilkynningu á Instagram síðu sinni í dag þar sem hann segist vera hættur við að hætta í kjölfar þrýstings frá stuðningsmönnum félagsins.„Ég er mjög ánægður með að tilkynna að ég mun halda áfram sem þjálfari Gimnasia. Takk fyrir skilaboðin og takk fyrir stuðninginn sem þið hafið sýnt,“ segir Maradona.Gimnasia er að berjast við botninn í argentínsku úrvalsdeildinni en hefur unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum sem hefur lyft liðinu úr botnsætinu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.