Fótbolti

Maradona sagði upp eftir tvo mánuði

Anton Ingi Leifsson skrifar
Diego Maradona á bekknum hjá Gimnasia.
Diego Maradona á bekknum hjá Gimnasia. vísir/getty

Diego Maradona er hættur sem þjálfari argentínska félagsins sem Gimnasia de La Plata en liðið leikur í efstu deildinni í Argentínu.

Maradona tók við liðinu í byrjun september eftir að hafa hætt sem þjáfari Dorados í Mexíkó en ekki var hann lengi í starfi hjá fimleikafélaginu.

Gengi liðsins var heldur ekki upp á marga fiska. Liðið vann einungis einn af þeim tíu leikjum sem Maradona stýrði liðinu og situr í þriðja neðsta sæti deildarinnar.

Áður hafði Maradona þjálfað lið á borð við argentínska landsliðsins sem og Al Wasl í Dubai.

Netverjar voru fljótir til eftir að Maurico Pochettino var rekinn frá Tottenham en fréttirnar komu skömmu eftir að Maradona væri hættur í Argentínu. Menn slógu því á létta strengi og sögðu Tottenham horfa til Maradona.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.