Frans páfi biður þjóðarleiðtoga að farga kjarnorkuvopnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 10:47 Frans páfi flytur ræðu í Nagasaki. EPA/KIMIMASA MAYAMA Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein. Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Frans páfi kallar eftir því að þjóðarleiðtogar heimsins fargi kjarnorkuvopnum og segir hann að vopnin minnki öryggi, sói auðlindum og sé ógn við mannkynið vegna gereyðingarmátts. Frá þessu er greint á vef fréttastofu Sky. Þetta sagði hann í ávarpi í Nagasaki, þar sem seinni kjarnorkusprengja Bandaríkjanna af tveimur féll í Japan árið 1945. Eftir að hann lagði blómkransa og bað í rigningunni við minningarmerki fyrir fórnarlömbin, sagði Frans að staðurinn væri bitur áminning „um sársaukann og hryllinginn sem menn eru tilbúnir til að leggja á hvern annan.“ „Eins viss um það og ég er að heimur án kjarnorkuvopna sé mögulegur og nauðsynlegur, bið ég leiðtoga að gleyma því ekki að þessi vopn geta ekki verndað okkur gegn hinum ýmsu ógnum,“ sagði Frans.Japanskir nemendur og meðlimir í Hiroshima og Nagasaki friðarboðurunum halda á myndinni sem Frans páfi hefur dreift.EPA/ MAURIZIO BRAMBATTIFrans og ferðafélagar hans heimsóttu Nagasaki og Hiroshima áður en þeir héldu af stað í þriggja daga ferðalag um Japan. Tilgangur ferðalagsins er að undirstrika tilkall hans til leiðtoga um að banna kjarnorkuvopn alþjóðlega. „Það er ekki hægt að ná fram friði eða alþjóðlegum stöðugleika ef haldið er áfram að byggja á hræðslu um gereyðingu,“ bætti hann við. „Friði er aðeins hægt að ná fram ef alþjóðasamfélagið kemur sér upp sameiginlegum siðferðislegum markmiðum og samvinnu.“Frans páfi í Nagasaki.EPA/CIRO FUSCO„Í heimi þar sem milljónir barna og fjölskyldna lifa við ómannúðlegar aðstæður er peningaútlátið og þær fúlgur fjár sem verða til við framleiðslu, endurbætur, viðhald og sölu á þessum gereyðingarvopnum ákall til himnanna,“ sagði páfinn. Fyrir nokkrum árum var Frans gefin ljósmynd af dreng frá Nagasaki sem ber lífvana bróður sinn á bakinu á leið í líkbrennslu eftir sprengingarnar. Síðan þá hefur páfinn dreift milljónum afrita af ljósmyndinni með orðunum „ávöxtur stríðs,“ prentuðum á (e. The fruit of war.)Það var fjölmennt þegar páfinn heimsótti Nagasaki.epa/CIRO FUSCOStærri gerð ljósmyndarinnar var hengd upp á minningarathöfninni í gær og páfinn hitti ekkju og son Joe O‘Donnel, bandaríska ljósmyndarans sem tók myndina. Í fyrri kjarnorkuárás Bandaríkjanna, á Hiroshima, þann 6. ágúst 1945 dóu 140 þúsund manns og í þeirri síðari í Nagasaki, þremur dögum síðar, dóu 74 þúsund manns. Margir eftirlifenda glímdu við kjarnorkutengda sjúkdóma og margir þeirra börðust við krabbamein.
Japan Tengdar fréttir Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06 Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Páfinn líkir þungunarrofi við leigumorð Frans páfi sagði á ráðstefnu að þungunarrof væri aldrei ásættanlegt, jafnvel þótt að fóstrið væri mjög veikt. 25. maí 2019 18:06
Frans páfi þakkar guði fyrir að hafa verið bjargað úr lyftu Messugestir sem höfðu safnast saman á Péturstorgi til þess að hlýða á vikulega messu Frans páfa biðu lengur en búist var við eftir því að gluggar híbýlis páfa opnuðust og leiðtogi kaþólsku kirkjunnar myndi láta í sér heyra. 1. september 2019 14:00