Minnka umfjöllun sína um frambjóðendur Demókrata Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 20:53 John Mickletwaith er ritstjóri Bloomberg News. Getty/Picture Alliance Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag. Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Í ljósi forsetaframboðs Michael Bloomberg, sem sækist eftir útnefningu Demókrataflokksins, verða gerðar breytingar á samnefndum fjölmiðli hans, Bloomberg. Ekki verður lagst í rannsóknarvinnu á frambjóðendum Demókrataflokksins á meðan að á kosningabaráttunni stendur, hvorki á Bloomberg né öðrum. AP greinir frá. Frá þessum breytingum greindi ritstjóri Bloomberg, John Micklethwait á blaðamannafundi í New York í dag, skömmu eftir að tilkynnt var um framboð Michael Bloomberg. Bloomberg sem er einn ríkasti maður heims stofnaði fjölmiðilinn Bloomberg árið 1990 með það að markmiði að fjalla um viðskipti Bloomberg samsteypunnar. Miðillinn hefur síðan stækkað og starfa nú yfir 2,300 manns hjá Bloomberg sem rekur skrifstofur víðs vegar um heiminn. „Það er engin ástæða til þess að reyna að halda því fram að það verði auðvelt fyrir okkur að fjalla um forsetakosningarnar án þess að fjalla um okkur sjálf, sagði Micklethwait sem sagði Bloomberg fréttaveituna vera þekkta fyrir sjálfstæði sitt.Frambjóðandinn Michael Bloomberg er eigandi Bloomberg News.Getty/Jim SpellmanMicklethwait sagði að Bloomberg muni áfram fjalla um skoðanakannanir, skoðanir og gengi kosningabaráttu Bloomberg rétt eins og fréttastofan gerir um alla frambjóðendur. Bloomberg og aðrir frambjóðendur Demókrata verða hins vegar ekki rannsakaðir af blaðamönnum Bloomberg. Enn verða störf ríkisstjórnar Donald Trump rannsakaðar í þaula af blaðamönnum. Birtist greinargóðar umfjallanir um frambjóðendur Demókrata í virtum miðlum mun Bloomberg birta þær í heild sinni eða birt útdrátt úr umfjölluninni. „Við munum ekki fela þær,“ sagði Micklethwait. Auk þess mun Bloomberg hætta birtingu nafnlausra skoðanagreina. Staða sem þessi virtist vera að koma upp fyrir þingkosningarnar 2016 þegar talið var líklegt að Bloomberg hygðist bjóða sig fram til forsetakosninga sem óháður frambjóðandi. Yfirmaður Washington-deildar Bloomberg, Kathy Kiely, sagði þá upp og kvaðst ekki geta unnið sem blaðamaður án þess að fjalla um Bloomberg af krafti. „Góð blaðamennska er auðveld, þú verður að vera tilbúin til þess að bíta í hönd þess sem fæðir þig,“ skrifaði Kiely í skoðanagrein sem birtist í Washington Post í kjölfar umræðunnar. Bloomberg bauð sig þó að endingu ekki fram. Bloomberg sem er eins og áður segir einn ríkasti maður heims er fyrrverandi borgarstjóri New York. Gefið hefur verið út að Bloomberg muni eingöngu nota eigið fé til þess að fjármagna kosningabaráttu sína sem hófst fyrr í dag.
Bandaríkin Fjölmiðlar Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00 Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Sjá meira
Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári. 24. nóvember 2019 16:00
Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Milljarðamæringurinn Michael Bloomberg, fyrrverandi borgarstjóri New York sem nú liggur undir feldi og hugleiðir hvort hann eigi að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna mun hvorki taka við styrkjum né þiggja laun sem forseti bjóði hann sig fram og verði kjörinn. Allt útlit er fyrir að hann muni bjóða sig fram. 23. nóvember 2019 23:30