Bloomberg tilkynnir um forsetaframboð sitt Andri Eysteinsson skrifar 24. nóvember 2019 16:00 Bloomberg vill í Hvíta húsið. Getty/Sean Zanni Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Fyrrverandi borgarstjóri New York borgar, Michael Bloomberg, hefur ákveðið að sækjast eftir tilnefningu Demókrataflokksins fyrir bandarísku forsetakosningarnar sem fara fram að ári, í nóvember 2020. Bloomberg hefur undanfarnar vikur legið undir feldi en hefur nú tekið ákvörðunina um að bjóða sig fram til þess að sigra Donald Trump og endurreisa Bandaríkin eins og segir á vefsíðu Bloomberg.„Bandaríkin ráða ekki við fjögur ár í viðbót af siðlausum og glannalausum stjórnarháttum Trump. Hann ógnar landi okkar og gildum. Verði hann endurkjörinn er óvíst hvort að við munum nokkru sinni jafna okkar á þeim skaða,“ skrifaði Bloomberg.Bandaríkjaforseti, Michael Bloomberg og Jared Kushner árið 2013.Getty/Paul BruinoogeBloomberg sem náði ellefta sæti á lista Forbes yfir ríkustu menn í heimi á síðasta ári sat í stóli borgarstjóra New York á árunum 2002-2013. Bloomberg hefur flakkað á milli stjórnmálaflokka á ferli sínum en á fyrstu árum sínum sem borgarstjóri var Bloomberg í Repúblikanaflokknum. Fyrir árið 2001 var hann flokksmeðlimur Demókrata en 2007-2018 stóð hann utan flokka. Bloomberg hafði undanfarið gefið það til kynna að hann hygðist bjóða sig fram til forseta. Hafði hann til að mynda skilað inn tilskyldum gögnum til Alríkiskosningastofnunnar, skráð sig til leiks í þremur forkosningum Demókrata og sett til hliðar gríðarstóran auglýsingasjóð. Talið er að í sjóðnum sé um 30 milljónir dala. AP greinir frá.Sjá einnig: Segir Bloomberg tilbúinn til þess að eyða „hverju sem er“ til að sigra Trump Tíu vikur eru til stefnu þangað til að fyrstu forkosningar flokksins fara fram í Iowa. Þeir frambjóðendur sem þegar eru á kjörseðlunum fyrir Demókrata virðast ekki vera hrifnir af hugmyndum Bloomberg um forsetaframboð og því síður eru þeir hrifnir af gríðarlegum auglýsingakaupum milljarðamæringsins. „Ef þú getur ekki byggt upp grasrótarhreyfingu fyrir framboð þitt áttu ekkert erindi að bjóða þig fram til forseta,“ sagði Bernie Sanders sem sakaði Bloomberg um að ætla sér að kaupa sér útnefninguna, að því er AP hefur eftir Sanders. „Hin ríku munu eiga fleiri skó en við, fleiri bíla og hús. En þau fá ekki stærri bita af lýðræðinu,“ sagði mótframbjóðandinn Elizabeth Warren.Af kosningasíðu Mike Bloomberg.SkjáskotRáðgjafi Bloomberg, Howard Wolfson hefur gefið út að Bloomberg muni einungis nota eigið fé til að fjármagna kosningabaráttuna. Hann væri tilbúinn til að eyða hverju því sem þurfi til þess að sigra Donald Trump. Í tilkynningu Bloomberg sem birtist á vef frambjóðandans tíundar hann þann árangur sem náðist í stjórnartíð hans í New York. Þá greinir hann frá sínum helstu stefnumálum, skapa fleiri atvinnutækifæri, tryggja góða heilbrigðisþjónustu fyrir alla Bandaríkjamenn, berjast gegn loftslagsbreytingum og hækka skatta á auðmenn eins og hann sjálfan. Bloomberg hefur þegar fengið stuðning tveggja borgarstjóra, borgarstjórum Columbia í Suður-Karólínu og Louisville í Kentucky.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira