Erlent

Kveiktu í 731 banka­úti­búi og 140 opin­berum byggingum

Atli Ísleifsson skrifar
Mótmælendur kveiktu í hundruðum bankaútibúa.
Mótmælendur kveiktu í hundruðum bankaútibúa. Getty
Uppþotin í Íran á dögunum urðu til þess að kveikt var í 731 bankaútibúi og 140 byggingum sem hýstu opinberar stofnanir.

Þetta hefur ríkisfréttastofan í Íran eftir innanríkisráðherra landsins. Þá fullyrðir ráðherrann að ráðist hafi verið að um fimmtíu lögreglustöðvum auk þess sem kveikt hafi verið í sjötíu bensínstöðvum.

Ráðherrann segir að um 200 þúsund manns hafi tekið þátt í uppþotunum sem blossuðu upp eftir að yfirvöld ákváðu að hækka eldsneytisverð verulega.

Amnesty International mannúðarsamtökin segja að rúmlega 140 mótmælendur hafi verið drepnir af lögreglu íátökunum og að þetta hafi þannig verið mestu uppþot í landinu í rúman áratug.


Tengdar fréttir

Lokað fyrir netið í Íran

Mikil mótmæli hafa staðið yfir í Íran frá því á fimmtudag þegar verð á olíu var hækkað um allt að 300 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×