Shanghala og Hatuikulipi handteknir Atli Ísleifsson skrifar 27. nóvember 2019 08:01 Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor. Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun í tengslum við ásakanir um mútur Samherjamanna. Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag. Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra. BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo — Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019Ekki í felum Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu. Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.1,4 milljarðar „Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45 Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra Namibíu og James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformaður namibísku ríkisútgerðarinnar Fishcor, voru handteknir í Windhoek í morgun í tengslum við ásakanir um mútur Samherjamanna. Frá þessu greinir Namibian Sun. Handtökurnar eiga sér stað á kjördegi í Namibíu en þing- og forsetakosningar fara fram í landinu í dag. Greint var frá því í gær að mennirnir sem nefndir hafa verið „hákarlarnir“ í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið væru reiðubúnir að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. Kom það fram í bréfi frá lögmanni þeirra. BREAKING: Ex-justice minister Sacky Shanghala and ex-Investec MD James Hatuikulipi were arrested this morning in Windhoek. The pair is named in the Fishrot bribery saga, where Namibian fishing quotas were allegedly allocated to an Icelandic company which paid bribes in return. pic.twitter.com/d6dm94knOo — Namibian Sun (@namibiansun) November 27, 2019Ekki í felum Í bréfi lögmanns þeirra var grennslast fyrir um hvort að handtökuskipun á hendur mönnunum væri enn í gildi og ef svo væri myndi þeir vilja gera ráðstafanir til þess að gefa sig fram við lögreglu. Shanghala og James Hatuikulipi komu til Namibíu frá Suður-Afríku í morgun, en lögmaður þeirra sagði þá ekki hafa verið í felum líkt og hafi komið fram. Væru þeir reiðubúnir til samstarfs við lögreglu vegna rannsóknar málsins.1,4 milljarðar „Hákarlarnir“ svokölluðu er hópur valdamanna í Namibíu sem sagður er hafa þegið mútur frá Samherja fyrir ódýran hrossamakrílskvóta. Greint var frá því í fréttaskýringaþættinum Kveik í síðustu viku að Tamson Fitty Hatuikulipi, tengdasonur sjávarútvegsráðherra landsins, Bernhard Esau, hefði kynnt stjórnendur Samherja fyrir tengdaföður sínum. Samtals eiga hákarlarnir að hafa þegið að minnsta kosti 1,4 milljarða króna í mútur frá Samherja. Shangala og Esau sögðu báðir af sér í kjölfar umfjöllunar um Samherjamálið.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45 Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09 Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Búist við að meirihlutinn haldi í Namibíu Namibíumenn kjósa sér nýtt þing og nýjan forseta á morgun. Kosningarnar fara fram í skugga Samherjamálsins. 26. nóvember 2019 18:45
Hákarlarnir sagðir reiðubúnir að gefa sig fram Mennirnir sem nefndir hafa verið hákarlarnir í tengslum við umfjöllun um Samherjamálið eru reiðubúnir til þess að gefa sig fram við spillingarlögregluna í Namibíu. 26. nóvember 2019 10:09