Fótbolti

Búið að reka báða íslensku þjálfarana í Belgíu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar stýrði Roeselare í 16 deildarleikjum. Liðið vann aðeins þrjá þeirra.
Arnar stýrði Roeselare í 16 deildarleikjum. Liðið vann aðeins þrjá þeirra. vísir/ernir

Arnar Grétarsson hefur verið látinn taka pokann sinn hjá belgíska B-deildarliðinu Roeselare.

Báðir íslensku þjálfararnir sem hófu tímabilið í belgísku B-deildinni hafa því verið látnir fara. Stefán Gíslason var rekinn frá Lommel um miðjan október.

Arnar var ráðinn þjálfari Roeselare í byrjun ágúst. Þegar hann kom til félagsins voru aðeins 14 leikmenn á samningi hjá því og fjárhagsstaðan slæm.

Roeselare er á botni belgísku B-deildarinnar með tólf stig eftir 16 leiki.

Arnar var áður þjálfari Breiðabliks og yfirmaður knattspyrnumála hjá AEK Aþenu og Club Brugge.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.