Handbolti

Stefáni sparkað frá Lommel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Gíslason er nú atvinnulaus.
Stefán Gíslason er nú atvinnulaus. vísir/getty
Stefán Gíslason hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnuþjálfara Lommel SK en þetta var tilkynnt í dag.

Stefán tók við liði Lommel í lok júní. Þá hætti hann óvænt með Leikni í Inkasso-deildinni og fluttist til Belgíu.

Nú hefur hann hins vegar fengið sparkið eftir að hafa náð í einungis einn sigur í fyrstu tíu leikjunum.

Þeir eru í sjöunda sæti riðils B í B-deildinni í Belgíu með sjö stig en með liðinu leika Kolbeinn Þórðarson og Jonathan Hendrickx.

Við liðinu tekur Peter Maes en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Peter tekur við belgísku liði af Íslendingi.

Hann tók við Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn fara þaðan 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×