Handbolti

Stefáni sparkað frá Lommel

Anton Ingi Leifsson skrifar
Stefán Gíslason er nú atvinnulaus.
Stefán Gíslason er nú atvinnulaus. vísir/getty

Stefán Gíslason hefur verið rekinn úr starfi knattspyrnuþjálfara Lommel SK en þetta var tilkynnt í dag.

Stefán tók við liði Lommel í lok júní. Þá hætti hann óvænt með Leikni í Inkasso-deildinni og fluttist til Belgíu.

Nú hefur hann hins vegar fengið sparkið eftir að hafa náð í einungis einn sigur í fyrstu tíu leikjunum.

Þeir eru í sjöunda sæti riðils B í B-deildinni í Belgíu með sjö stig en með liðinu leika Kolbeinn Þórðarson og Jonathan Hendrickx.

Við liðinu tekur Peter Maes en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Peter tekur við belgísku liði af Íslendingi.

Hann tók við Lokeren eftir að Rúnar Kristinsson var látinn fara þaðan 2017.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.