Erlent

Trump fór í óvænta heimsókn til Afganistan

Andri Eysteinsson skrifar
Trump skammtaði hermönnum hátíðarmat.
Trump skammtaði hermönnum hátíðarmat. AP/Alex Brandon
Bandarískir hermenn sem fagna þakkagjörðarhátíðinni á Bagram herstöðinni í Afganistan fengu óvæntan gest Bandaríkjaforseti sjálfur, Donald Trump, heiðraði herliðið með nærveru sinni. Trump og starfslið hans hafði mikið fyrir því að halda ferðaáætlun sinni leyndri eftir að áætlun sambærilegrar ferðar til Írak í fyrra lak út áður en að forsetinn mætti ásamt forsetafrúnni Melaniu Trump. Hafði þá breskur flugáhugamaður rekið augun í vél forsetans á leið til Írak, AP greinir frá.

Allir farsímar farþega um borð í Air Force One, flugvél Bandaríkjaforseta, voru gerðir upptækir og höfðu færslur inn á samfélagsmiðla forsetans verið skipulagðar fyrir fram til þess að vekja ekki upp neinar grunsemdir. Opinberlega hafði Trump ætlað að verja hátíðinni í Flórída og var flogið þaðan til Bagram.

Trump mætti rakleitt í hátíðarmat hermanna þar sem að forsetinn skammtaði hermönnum kalkún á disk, spjallaði við þá og sat fyrir á myndum. AP greinir frá að á boðstólum hafi verið Kalkúnn, kartöflumús, sætar kartöflur og meiri hefðbundinn þakkagjörðarmaturÞakkagjörðardagskrúðganga Macy‘s í New York og Harry Potter var það sem sýnt var í sjónvörpum herstöðvarinnar.

Forsetinn ávarpaði að lokum herliðið og sagðist hvergi annars staðar vilja fagna þakkagjörðarhátíðinni. Einnig var viðstaddur forseti AfghanistanAshraf Ghani, og óskaði hann hermönnunum einnig gleðilegrar hátíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×