Innlent

Öllu flugi á Keflavíkurflugvelli aflýst eða seinkað

Eiður Þór Árnason skrifar
Vatnið fyrir utan flugstöðina var ekki jafn slétt í dag.
Vatnið fyrir utan flugstöðina var ekki jafn slétt í dag. vísir/vilhelm

Öllu flugi á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst eða því seinkað vegna stormsins sem gengur yfir landið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Einnig hefur allt innanlandsflug verið fellt niður vegna veðurs. Isavia mælir með því að flugferðalangar fylgist með uppfærslum á flugtímum á heimasíðu Keflavíkurflugvallar eða nálgist upplýsingar hjá flugfélaginu sínu.

Sjá einnig: Öllu innanlandsflugi aflýst og truflanir á ferðum Strætó

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Faxaflóa vegna suðaustan roks og rigningar. Appelsínugulur er næst hæsta viðvörunarstig Veðurstofunnar.

Gul viðvörun er enn í gildi fyrir aðra landshluta fyrir utan Vestfirði. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar felur appelsínugul viðvörun í sér „miðlungs til eða miklar líkur á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum.“


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.