Innlent

Öllu flugi á Keflavíkurflugvelli aflýst eða seinkað

Eiður Þór Árnason skrifar
Vatnið fyrir utan flugstöðina var ekki jafn slétt í dag.
Vatnið fyrir utan flugstöðina var ekki jafn slétt í dag. vísir/vilhelm
Öllu flugi á Keflavíkurflugvelli hefur verið aflýst eða því seinkað vegna stormsins sem gengur yfir landið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglunni á Suðurnesjum.

Einnig hefur allt innanlandsflug verið fellt niður vegna veðurs. Isavia mælir með því að flugferðalangar fylgist með uppfærslum á flugtímum á heimasíðu Keflavíkurflugvallar eða nálgist upplýsingar hjá flugfélaginu sínu.

Sjá einnig: Öllu innanlandsflugi aflýst og truflanir á ferðum Strætó

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Suðurland og Faxaflóa vegna suðaustan roks og rigningar. Appelsínugulur er næst hæsta viðvörunarstig Veðurstofunnar.

Gul viðvörun er enn í gildi fyrir aðra landshluta fyrir utan Vestfirði. Samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar felur appelsínugul viðvörun í sér „miðlungs til eða miklar líkur á veðri sem valdið getur miklum samfélagslegum áhrifum.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×