Enski boltinn

Klopp: Skoruðum stórkostleg mörk

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Klopp er jafnan trítilóður á hliðarlínunni
Klopp er jafnan trítilóður á hliðarlínunni vísir/getty
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir að hafa séð lið sitt valta yfir Englandsmeistara Manchester City á Anfield í dag.

„Þetta voru stórkostleg mörk. Öll þrjú mörkin okkar voru ótrúleg og það er það sem þú þarft á svona dögum. Ef þú vilt vinna City færðu engin auðveld mörk. Þú verður að gera sérstaka hluti og svo verður þú að verjast með öllu sem þú átt og það var það sem við gerðum,“ segir Klopp.

Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City seint í leiknum og fór smá kurr um stuðningsmenn Liverpool í kjölfarið.

„Það kemur okkur ekki á óvart að City hafi fengið sín tækifæri. Það er algjörlega eðlilegt. Ég veit ekki um margar leiðir til að vinna City en til að gera það verður maður að vera mjög ákafur. Við neyddum þá til að spila okkar leik,“ sagði sigurreifur Þjóðverjinn í leikslok.


Tengdar fréttir

Guardiola aldrei verið stoltari af sínu liði

Englandsmeistarar Manchester City steinlágu fyrir meistaraefnum Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í dag en Pep Guardiola var í skýjunum með frammistöðu síns liðs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.