Fótbolti

Ronaldo fór heim áður en leikurinn kláraðist

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronaldo gengur til búningsherbergja eftir að Sarri tók hann af velli.
Ronaldo gengur til búningsherbergja eftir að Sarri tók hann af velli. vísir/getty
Cristiano Ronaldo var langt frá því að vera hamingjusamur þegar hann var tekinn af velli í leik Juventus og AC Milan í ítölsku úrvalsdeildinni í gær.

Á 55. mínútu setti Maurizio Sarri, knattspyrnustjóri Juventus, Paulo Dybala inn á fyrir Ronaldo.

Portúgalinn strunsaði beint til búningsklefa og samkvæmt Sky á Ítalíu fór hann heim áður en leiknum lauk.

Þetta er annar leikurinn í röð þar sem Sarri tekur Ronaldo af velli. Hann gerði það einnig í leik Juventus og Lokomotiv Moskvu í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn.

Það er þó ekki hægt að segja annað en skiptingin hjá Sarri hafi heppnast því Dybala skoraði sigurmark Juventus gegn Milan. Með sigrinum komst Juventus aftur á topp ítölsku deildarinnar.

Eftir leikinn talaði Sarri um að Ronaldo hefði glímt við hnémeiðsli og því hafi hann verið tekinn af velli.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.