Dybala kom Juve til bjargar gegn AC Milan

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Bjargvættur kvöldsins
Bjargvættur kvöldsins vísir/getty
Juventus endurheimti toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið fékk erkifjendur sína í AC Milan í heimsókn. Leikurinn var hreint ekki mikið fyrir augað og stefndi raunar allt í markalaust jafntefli.Argentínumaðurinn Paulo Dybala kom inn af bekknum hjá Juventus fyrir Cristiano Ronaldo á 55.mínútu og það átti eftir að borga sig því Dybala skoraði eina mark leiksins á 77.mínútu og tryggði Juventus 1-0 sigur.Sigurinn fleytir Juve upp fyrir Inter en einu stigu munar á liðunum í tveimur efstu sætum deildarinnar.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.