Erlent

Tölvu­á­rás gerð á breska Verka­manna­flokkinn

Atli Ísleifsson skrifar
Jeremy Corbyn er formaður breska Verkamannaflokksins.
Jeremy Corbyn er formaður breska Verkamannaflokksins. Getty
Háþróuð og umfangsmikil tölvuárás hefur verið gerð á tölvukerfi og samfélagsmiðla breska Verkamannaflokksins.Talskona flokksins segir í samtali við Sky News að árásin hafi „mistekist“ vegna „öflugra öryggiskerfa“ á vegum flokksins og segist hún sannfærð um að árásaraðilar hafi ekki komist yfir nein gögn.Haft er eftir talskonunni að öryggisráðstafanirnar hafi vissulega hægt á starfseminni en að hún sé nú komin á fullt á ný.Verkamannaflokkurinn stendur nú í kosningabaráttu en þingkosningar fara fram í Bretlandi þann 12. desember næstkomandi.Sérstæðingur Sky segir að um DDOS-árás hafi verið að ræða þar sem mikilli umferð er dembt á síðurnar þar til að þær hrynja.Árásin hefur verið tilkynnt til Netöryggismiðstöðvar Bretlands.


Tengdar fréttir

Býður ekki fram þar sem Í­halds­menn unnu síðast

Nigel Farage segir að flokkur hans muni ekki bjóða fram í þeim 317 kjördæmum þar sem Íhaldsflokkurinn vann sigur í kosningunum 2017. Þingkosningar fara fram í Bretlandi 12. desember næstkomandi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.