Gefur tilefni til að rannsaka viðskiptahætti Samherja hér á landi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 19:00 Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur. Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Formaður ASÍ segir að samúðin sé hjá namibísku þjóðinni eftir þær ásakanir sem komu fram á RÚV í gær um viðskiptahætti Samherja þar í landi. Formaður Sjómannasambandsins segir að það eitt að vera sakaður um ólöglega viðskiptahætti hafi skaðleg áhrif á orðstýr landsins. Forsvarsmenn verkalýðsforystunnar lýstu bæði undrun og sorg þegar fréttastofa ræddi við þá í dag um viðbrögð eftir fréttaskýringarþáttinn Kveik í gær um vinnubrögð Samherja í Afríku. Drífa Snædal formaður Alþýðusambandsins sagði sinn hug hjá namibísku þjóðinni. „Samúð okkar er með þjóð í veikri stöðu eins og namibíska þjóðin er og að alþjóðlegt fyrirtæki hafi notað sér það er svo viðbjóðslegt í þessu máli,“ voru fyrstu viðbrögð Drífu vegna málsins í dag. „Starfsfólk Samherja á Akureyri er náttúrulega líka að velta fyrir sér sinni stöðu en ég tel ekki tilefni til að óttast um hana á þessum tímapunkti,“ segir Drífa. Aðspurð um hvort rannsaka þurfi viðskiptahætti Samherja hér á landi svaraði Drífa: „Auðvitað gefur það tilefni til að rannsaka viðskiptahætti fyrirtækisins hér á landi þegar það haga sér svona erlendis. En auðvitað er fyrsta skrefið að rannsaka þær ásakanir sem þegar hafa komið fram. Mikilvægi eftirlitsstofnanna með svona stórfyrirtækjum er gríðarlegt svo þau fari ekki að hafa óeðlileg áhrif á lýðræði og örlög vinnandi fólks.“Valmundur Valmundsson sagðist sleginn yfir fréttunum af viðskiptaháttum Samherja í Namibíu.VísirValmundur Valmundsson formaður Sjómannasambands Íslands var sorgmæddur. „Maður er bara rosalega sleginn yfir þessu öllu og þykir rosalega leitt hvernig farið er með fólk þarna niður frá. Það eitt að vera sakaður um svona er grafalvarlegt mál, fyrir þá og okkur öll og hefur eitt og sér skaðleg áhrif á orðstýr þjóðarinnar. Ef þeir eru sekir þá er það svakalegt en við skulum bíða og sjá. Samherji þarf að fá að bera hönd yfir höfuð sér. Það er augljóst fyrsta skref að rannsaka þessi mál ofaní kjölinn,“ sagði Valmundur.
Kjaramál Samherjaskjölin Sjávarútvegur Viðskipti Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira