Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 22:30 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn. Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn.
Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Sjá meira
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22