Ráðherra sagður hafa óskað eftir því að hákarlinn verði rekinn Eiður Þór Árnason skrifar 14. nóvember 2019 23:52 WikiLeaks birti mikinn fjölda skjala um starfsemi Samherja þar sem hákarlarnir svokölluðu spila stórt hlutverk. Vísir/Hafsteinn Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, er sagður hafa óskað eftir því við Albert Kawana, nýráðinn sjávarútvegsráðherra landsins, að hann leysi James Hatuikulipi, stjórnarformann Fishcor, frá störfum. Namibíska dagblaðið Namibian Sun greinir frá þessu. Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefHatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor. Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019 Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Leon Jooste, ráðherra ríkisfyrirtækja í Namibíu, er sagður hafa óskað eftir því við Albert Kawana, nýráðinn sjávarútvegsráðherra landsins, að hann leysi James Hatuikulipi, stjórnarformann Fishcor, frá störfum. Namibíska dagblaðið Namibian Sun greinir frá þessu. Ráðherrann er sagður vilja losna við Hatuikulipi ásamt Mike Nghipunya, forstjóra Fishcor, þar sem þeir séu til rannsóknar vegna mögulegrar þátttöku sinnar í meintu mútuhneyksli í tengslum við úthlutun sjávarútveigskvóta þar í landi.Sjá einnig: Samherjamálið skref fyrir skrefHatuikulipi er áberandi í Samherjaskjölunum svonefndu og er einn þremenninganna sem hafa verið nefndir „hákarlarnir.“ Fishcor er sjávarútvegsfyrirtæki í eigu namibíska ríkisins sem Íslendingar hjálpuðu til við að stofna árið 2014. Fishcor sér um að útdeila kvóta í Namibíu og hefur Hatuikulipi verið áberandi í umfjöllun um starfsemi Samherja í landinu. Er hann sagður hafa spilað veigamikinn þátt í því að útvega Samherja kvóta hagstæðu verði og benda gögn sömuleiðis til þess að hann hafi fengið háar greiðslur frá Samherja. Greint var frá því á vef RÚV í kvöld að Hatuikulipi hafi í dag sagt upp störfum sem stjórnandi hjá fjármálafyrirtækinu Investec Asset Management. Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Sacky Shangala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor. Shangala og Esau hafa báðir sagt af sér embætti í kjölfar umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. JUST IN: Public enterprises minister Leon Jooste, in a letter today to new acting minister of fisheries Albert Kawana, has asked for the removal Fishcor chair James Hatuikulipi and CEO Mike Nghipunya. The pair is cited in an international fishing quota bribery probe. pic.twitter.com/8KO9NIxB3C— Namibian Sun (@namibiansun) November 14, 2019
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08
Útnefndur tengiliður Samherja þögull Í einu bréfa sinna til RÚV í aðdraganda Kveiksþáttar um meintar mútugreiðslur Samherja í Afríkuríkinu Namibíu kveðst forstjóri fyrirtækisins hafa fengið til liðs við sig norskan mann að nafni Håkon Borud hjá ráðgjafarfyrirtækinu First House. 14. nóvember 2019 06:30