Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 11:08 Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu Samherjamálið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Mynd/Samsett Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við að „pólitíkin taki yfir“ Samherjamálið á meðan það sé enn á rannsóknarstigi. Slíkt hafi ekki reynst vel í gegnum tíðina. Þetta kom fram í máli Brynjars í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málefni Samherja, sem fyrst var fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudag. Þar kom fram að vísbendingar væru um að Samherji hefði greitt hundruð milljóna króna í mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu.Sjá einnig: Þorsteinn Már stígur til hliðar Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. Helga Vala kallaði til að mynda eftir því að eignir Samherja yrðu frystar og þá ákvað Samfylkingin að láta fjármuni sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu. Inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu sagði Brynjar að hann hefði verið sorgmæddur yfir fyrstu yfirlýsingu Samherja í kjölfar umfjöllunarinnar. Þó ber að nefna að eftir að Brynjar ræddi málið í Bítinu í morgun tilkynnti Samherji að Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja myndi stíga tímabundið til hliðar vegna málsins. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, mun taka við stöðu forstjóra tímabundið. „Ég horfði á sjónvarpsþátt og sá þar ásakanir sem voru auðvitað studdar gögnum. Þetta er alvarlegt mál fyrir Ísland og ég var svolítið sorgmæddur þegar ég sá yfirlýsingu Samherja. Mér finnst að menn verði að bera ábyrgð á þessu. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti um sekt eða sakleysi, þarna eru greinilega vísbendingar um ólöglega háttsemi,“ sagði Brynjar í Bítinu í morgun. „En ég er líka mjög ósáttur við það að pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi. Ég er ekki alveg sáttur við það. Það hefur ekki reynst vel í gegnum tíðina ef við förum aftur til Geirfinnsmáls, Hafskipsmáls og allra þessara mála. Þannig að ég held að menn eigi að varast það en það þarf að komast til botns í þessu. En þarna eru gögn sem benda til ýmislegs, sérstaklega varðandi mútur.“Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja.VÍSIR/VILHELMHelga Vala gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnin sneri að ummælum hans um Samherjamálið í gær. Þá var hann m.a. spurður hvort þeir viðskiptahættir í Namibíu sem sýnt var fram á í Kveik ættu nokkuð að líðast. Bjarni sagði að svo ætti auðvitað ekki að vera og hélt áfram: „En það sem er sláandi, og það sem maður hefur lengi vitað, það er spillingin í þessum löndum. Rót vandans í þessu tiltekna máli er veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera undirrót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Helga Vala var ekki hrifin af þessari orðræðu og sagðist hafa bent Bjarna á að „kíkja heim“. „Hann einhvern veginn tók þetta mál og sendi þetta til Namibíu og sagði að svona hlutir gerist þegar spilling ríkir, eins og við sjáum þar í stjórnkerfinu. Ég bað hann vænst orða að kíkja aðeins heim því mér finnst frekar lúalegt að við ætlum að skella skuldinni á stjórnmálamenn í Namibíu. Þetta er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem er grunað um ýmislegt misjafnt. Við þurfum aðeins að horfa heim og taka ábyrgð á hluta af þessu sjálf, mér finnst það,“ sagði Helga Vala.Viðtalið við Helgu Völu og Brynjar má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. 14. nóvember 2019 10:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist ósáttur við að „pólitíkin taki yfir“ Samherjamálið á meðan það sé enn á rannsóknarstigi. Slíkt hafi ekki reynst vel í gegnum tíðina. Þetta kom fram í máli Brynjars í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun, þar sem hann og Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar ræddu málefni Samherja, sem fyrst var fjallað um í fréttaskýringaþættinum Kveik á þriðjudag. Þar kom fram að vísbendingar væru um að Samherji hefði greitt hundruð milljóna króna í mútugreiðslur til að komast yfir fiskveiðikvóta í Namibíu.Sjá einnig: Þorsteinn Már stígur til hliðar Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. Helga Vala kallaði til að mynda eftir því að eignir Samherja yrðu frystar og þá ákvað Samfylkingin að láta fjármuni sem flokkurinn hefur fengið frá Samherja renna til góðgerðarsamtaka í Namibíu. Inntur eftir viðbrögðum við Samherjamálinu sagði Brynjar að hann hefði verið sorgmæddur yfir fyrstu yfirlýsingu Samherja í kjölfar umfjöllunarinnar. Þó ber að nefna að eftir að Brynjar ræddi málið í Bítinu í morgun tilkynnti Samherji að Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja myndi stíga tímabundið til hliðar vegna málsins. Björgólfur Jóhannsson, fyrrverandi forstjóri Icelandair Group, mun taka við stöðu forstjóra tímabundið. „Ég horfði á sjónvarpsþátt og sá þar ásakanir sem voru auðvitað studdar gögnum. Þetta er alvarlegt mál fyrir Ísland og ég var svolítið sorgmæddur þegar ég sá yfirlýsingu Samherja. Mér finnst að menn verði að bera ábyrgð á þessu. Ég ætla ekki að setjast í dómarasæti um sekt eða sakleysi, þarna eru greinilega vísbendingar um ólöglega háttsemi,“ sagði Brynjar í Bítinu í morgun. „En ég er líka mjög ósáttur við það að pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi. Ég er ekki alveg sáttur við það. Það hefur ekki reynst vel í gegnum tíðina ef við förum aftur til Geirfinnsmáls, Hafskipsmáls og allra þessara mála. Þannig að ég held að menn eigi að varast það en það þarf að komast til botns í þessu. En þarna eru gögn sem benda til ýmislegs, sérstaklega varðandi mútur.“Þorsteinn Már Baldvinsson mun stíga tímabundið til hliðar sem forstjóri Samherja.VÍSIR/VILHELMHelga Vala gagnrýndi Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Gagnrýnin sneri að ummælum hans um Samherjamálið í gær. Þá var hann m.a. spurður hvort þeir viðskiptahættir í Namibíu sem sýnt var fram á í Kveik ættu nokkuð að líðast. Bjarni sagði að svo ætti auðvitað ekki að vera og hélt áfram: „En það sem er sláandi, og það sem maður hefur lengi vitað, það er spillingin í þessum löndum. Rót vandans í þessu tiltekna máli er veikt stjórnkerfi og spillt stjórnkerfi í landinu. Það virðist vera undirrót alls þess sem við erum að sjá flett ofan af.“ Helga Vala var ekki hrifin af þessari orðræðu og sagðist hafa bent Bjarna á að „kíkja heim“. „Hann einhvern veginn tók þetta mál og sendi þetta til Namibíu og sagði að svona hlutir gerist þegar spilling ríkir, eins og við sjáum þar í stjórnkerfinu. Ég bað hann vænst orða að kíkja aðeins heim því mér finnst frekar lúalegt að við ætlum að skella skuldinni á stjórnmálamenn í Namibíu. Þetta er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi sem er grunað um ýmislegt misjafnt. Við þurfum aðeins að horfa heim og taka ábyrgð á hluta af þessu sjálf, mér finnst það,“ sagði Helga Vala.Viðtalið við Helgu Völu og Brynjar má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Alþingi Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20 Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02 Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. 14. nóvember 2019 10:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Óttast um orðspor Íslands og kallar eftir vandaðri rannsókn á Samherjaskjölunum Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að sér hafi verið brugðið að sjá umfjöllun Kveiks í gærkvöldi. Hún kallar eftir vandaðri rannsókn. Orðspor Íslands sé sérstakt áhyggjuefni, ekki aðeins fyrir stjórnvöld heldur íslenskt atvinnulíf. 13. nóvember 2019 12:20
Þorsteinn Már stígur til hliðar Forstjóri og stjórn Samherja hafa komist að samkomulagi um að forstjóri félagsins, Þorsteinn Már Baldvinsson, stígi tímabundið til hliðar þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 10:02
Dalvíkingar ósáttir við að Fiskidagurinn sé bendlaður við Samherjamálið Framkvæmdastjóri Fiskidagsins mikla á Dalvík, ræddi málið við umsjónarmenn Bítisins í morgun. 14. nóvember 2019 10:22
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels