Innlent

Myndband: Bíll varð alelda við Gullnesti

Eiður Þór Árnason skrifar
Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan fimm í dag.
Tilkynnt var um eldinn rétt fyrir klukkan fimm í dag. Fannar Scheving Edwardsson

Bifreið stóð í ljósum logum við Gullnesti í Gylfaflöt í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um eldinn rétt fyrir klukkan fimm.

Alelda bifreiðin var frístandandi á bílaplaninu og hlaut enginn skaða af vegna eldsins. Ekki er vitað um orsök eldsins að svo stöddu og engin hætta var á ferðum. Bifreiðin er sögð vera gjörónýt.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem náðist af atvikinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.