Erlent

Fimm fjölskyldumeðlimir liggja í valnum

Samúel Karl Ólason skrifar
AP/Hayne Palmour
Fimm meðlimir sömu fjölskyldunnar og þar á meðal þrjú börn liggja í valnum eftir skotárás í San Diego í Bandaríkjunum í kvöld. Talið er að morðinginn sé meðal hinna látnu. Eitt ellefu ára gamalt barn lifði árásina af og er á sjúkrahúsi. Svo virðist sem að heimilisofbeldi hafi leitt til ódæðisins.Samkvæmt frétt San Diego Union-Tribune barst neyðarlínunni símtal frá heimilinu í aðdraganda ódæðisins. Konan sem hringdi talaði ekki í símann en hávært rifrildi heyrðist þó. Á meðan lögregluþjónar voru á leið á vettvang barst annað símtal frá nágranna fjölskyldunnar sem sagðist hafa heyrt rifrildi og hljóð sem hafi líkst naglabyssu.Lögregluþjónar bönkuðu en enginn kom til dyra. Þegar þeir fóru bak við hús sáu þeir barn liggja í blóði sínu og brutu þeir sér leið inn.Þar fundu þeir 29 ára konu og 31 árs mann, auk þriggja ára drengs, sem voru látin. Tveir drengir til viðbótar létust á sjúkrahúsi. Þeir voru fimm og níu ára gamlir. Sá eini sem lifði af er ellefu ára.Samkvæmt lögreglu fannst byssa á heimilinu og segir lögreglan að árásarmaðurinn sé meðal hinna látnu. Ekki hefur verið gefið upp hvaða fjölskyldumeðlimur er talinn hafa skotið á hina né hvort að sá hafi fallið fyrir eigin hendi.

 

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.