Innlent

Ekki enn tekist að slökkva allar glæður í húsinu á Akur­eyri

Eiður Þór Árnason skrifar
Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út.
Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason
Ekki hefur enn tekist að slökkva allar glæður í húsinu á Akureyri þar sem mikill eldur kviknaði á sjötta tímanum í nótt. Slökkvilið Akureyrar er þar enn að störfum og verður fljótlega tekin ákvörðun um það hvort húsið verði rifið í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök og hefur rannsóknarlögreglan reynt að rannsaka vettvanginn í samstarfi við slökkvilið. Beðið er eftir því að lögreglan ljúki sínu starfi áður en ákvörðun verður tekin um það hvort húsið verði rifið.Sjá einnig: Eldsvoði á Eyrinni á AkureyriÞrjár íbúðir eru í húsinu og var ein þeirra mannlaus þegar eldurinn kom upp. Aðrir íbúar náðu að koma sér út. Ekki náðist strax í íbúa mannlausu íbúðarinnar og var um tíma talið að þeir væru fastir inn í íbúðinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er talið líklegt að eldurinn hafi átt upptök sín í þeirri íbúð og því ljóst að betur fór en á horfðist í fyrstu.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.