Innlent

Ekki enn tekist að slökkva allar glæður í húsinu á Akur­eyri

Eiður Þór Árnason skrifar
Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út.
Húsið sem brann á Akureyri í dag er ónýtt. Allir íbúar komust út. Vísir/Tryggvi Páll Tryggvason

Ekki hefur enn tekist að slökkva allar glæður í húsinu á Akureyri þar sem mikill eldur kviknaði á sjötta tímanum í nótt. Slökkvilið Akureyrar er þar enn að störfum og verður fljótlega tekin ákvörðun um það hvort húsið verði rifið í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu.

Enn hefur ekkert verið gefið upp um eldsupptök og hefur rannsóknarlögreglan reynt að rannsaka vettvanginn í samstarfi við slökkvilið. Beðið er eftir því að lögreglan ljúki sínu starfi áður en ákvörðun verður tekin um það hvort húsið verði rifið.

Sjá einnig: Eldsvoði á Eyrinni á Akureyri

Þrjár íbúðir eru í húsinu og var ein þeirra mannlaus þegar eldurinn kom upp. Aðrir íbúar náðu að koma sér út. Ekki náðist strax í íbúa mannlausu íbúðarinnar og var um tíma talið að þeir væru fastir inn í íbúðinni. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er talið líklegt að eldurinn hafi átt upptök sín í þeirri íbúð og því ljóst að betur fór en á horfðist í fyrstu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.