Erlent

Enn um­sáturs­á­stand á há­skóla­lóðinni í Hong Kong

Atli Ísleifsson skrifar
Nokkur hundruð mótmælendur eru á lóðinni.
Nokkur hundruð mótmælendur eru á lóðinni. epa
Umsátursástand er enn um háskólalóð í Hong Kong þar sem lögregla hefur umkringt mótmælendur sem höfðu byrgt sig inni í Fjöltækniháskólanum í borginni.

Nokkur hundruð mótmælendur eru á lóðinni og nú bannar lögregla þeim að yfirgefa svæðið. Í morgun reyndi stór hópur að brjóta sér leið út en þeim var mætt með táragasi og háþrýstivatnsbyssum og hrökkluðust því til baka.

Eldar loga í skólanum en mótmælendur báru eld að inngangi skólans þegar lögregluþjónarnir réðust til atlögu.

Í gærkvöld særðist lögregluþjónn sem fékk ör í gegnum kálfann. Lögreglan hafði hótað því að beita skotvopnum gegn mótmælendum ef þeir hættu ekki að skjóta örvum að þeim.

Lögreglan sakar mótmælendur um aukið ofbeldi en mótmælendur segjast vera að bregðast við aukinni hörku lögreglu.


Tengdar fréttir

Óttast blóðbað í Hong Kong

Lögregluþjónar hafa ráðist til atlögu gegn mótmælendum sem haldið hafa til í tækniháskóla í Hong Kong síðustu daga. Umsátursástand ríkir þar og hefur lögreglan beitt táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum sem hafa svarað með eldsprengjum og örvum.

Skutu lögreglumann með boga og kveiktu eld á brú

Lögreglumaður var skotinn með ör í fótinn í mótmælum í Hong Kong í dag. Mótmælendur söfnuðust saman við tækniháskóla í borginni og kveiktu elda í nágrenninu til að hindra aðgengi lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×