Erlent

Breyta af­stöðu sinni til land­töku­byggða Ísraela

Atli Ísleifsson skrifar
Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Mike Pompeo er utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Getty

Bandaríkjamenn lýstu því yfir í gærkvöldi að þeir hafi nú breytt afstöðu sinni til landtökubyggðar Ísraela á Vesturbakkanum, sem hernuminn var af Ísraelsmönnum árið 1987.

Bandaríkjamenn hafa síðustu áratugi litið svo á að byggðin sé í trássi við alþjóðalög eins og alþjóðasamfélagið er að mestu leyti sammála um.

Nú er komið annað hljóð í strokkinn og segir Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna að að málið sé þannig vaxið að Ísraelar og Palestínumenn verði að leysa það sín í milli. Það sé ekki annarra að hafa skoðun á ástandinu.

Landtökubyggðirnar hafa verið afar heitt deilumál í áratugi en um 600 þúsund gyðingar búa þar í um 140 byggðum sem reistar hafa verið í óþökk Palestínumanna, á sjálfum Vesturbakkanum og í austurhluta Jerúsalem.

Palestínumenn krefjast þess að allar byggðirnar verði lagðar niður enda geri þær allar vonir um sjálfstætt palestínskt ríki að engu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.