Erlent

Taí­lenski hellirinn opnar á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Frá opnuninni fyrr í dag.
Frá opnuninni fyrr í dag. epa
Búið er að opna hellakerfið í Taílandi, þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra urðu innlyksa á síðasta ári, á ný fyrir gestum.Hellakerfið Tham Luang í Chiang Rai héraði hefur verið lokað frá þeim umfangsmiklu björgunaraðgerðum sem fram fóru eftir að drengirnir festust.Óhætt er að segja að heimsbyggðin öll hafi fylgst með framgangi björgunaraðgerðanna í júlí sem lauk með björgun þeirra allra. Einn kafari lét þó lífið í aðgerðinni.

Strákarnir sem festust.EPA
Umsjónarmaður svæðisins sagði í tilefni af opnuninni að ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála í Taílandi hafi lýst sig reiðubúið að þróa svæðið á þann hátt að Taílendingar geti verið stoltir af.25 til 30 manna hópar geta nú skoðað fyrsta salinn í hellakerfinu í einu, og að hámarki tvö þúsund á dag. Þá hefur verið opnað safn og afhjúpuð stytta af kafaranum sem lét lífið í björgunaraðgerðinni.Drengirnir festust í hellakerfinu þann 23 júní á síðasta ári og var þeim bjargað á dögunum 8. til 10. júlí.

Búið er að afhjúpa styttu af kafaranum Saman Kunan sem lét lífið í björgunaraðgerðunum.EPA

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.