Erlent

Taí­lenski hellirinn opnar á ný

Atli Ísleifsson skrifar
Frá opnuninni fyrr í dag.
Frá opnuninni fyrr í dag. epa

Búið er að opna hellakerfið í Taílandi, þar sem tólf fótboltastrákar og þjálfari þeirra urðu innlyksa á síðasta ári, á ný fyrir gestum.

Hellakerfið Tham Luang í Chiang Rai héraði hefur verið lokað frá þeim umfangsmiklu björgunaraðgerðum sem fram fóru eftir að drengirnir festust.

Óhætt er að segja að heimsbyggðin öll hafi fylgst með framgangi björgunaraðgerðanna í júlí sem lauk með björgun þeirra allra. Einn kafari lét þó lífið í aðgerðinni.

Strákarnir sem festust. EPA

Umsjónarmaður svæðisins sagði í tilefni af opnuninni að ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála í Taílandi hafi lýst sig reiðubúið að þróa svæðið á þann hátt að Taílendingar geti verið stoltir af.

25 til 30 manna hópar geta nú skoðað fyrsta salinn í hellakerfinu í einu, og að hámarki tvö þúsund á dag. Þá hefur verið opnað safn og afhjúpuð stytta af kafaranum sem lét lífið í björgunaraðgerðinni.

Drengirnir festust í hellakerfinu þann 23 júní á síðasta ári og var þeim bjargað á dögunum 8. til 10. júlí.

Búið er að afhjúpa styttu af kafaranum Saman Kunan sem lét lífið í björgunaraðgerðunum. EPA

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.