Innlent

Frost verður norðanlands í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gæsir á köldum morgni.
Gæsir á köldum morgni. vísir/vilhelm
Fremur kalt verður í dag en spáð er að hiti verði á bilinu 0 til 5 stig en vægt frost verður norðanlands. Þá verða skúrir eða él um austanvert landið fram eftir degi en víðast hvar bjart yfir.

Austanátt verður í dag, víðast hvar verða 5-10 m/s en 13-18 m/s með suðurströndinni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Breytileg átt 3-8 og líkur á éljum eða skúrum í flestum landshlutum, síst SA-til. Vægt frost, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.



Á þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Slydda á köflum um landið suðaustanvert og hiti kringum frostmark, en annars þurrt að kalla og frost 2 til 10 stig.

Á miðvikudag: Austan 5-10 og þurrt veður, en hvassari með suðurströndinni og svolítil rigning eða slydda. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Breytileg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él um landið norðaustanvert. Frost um allt land.

Á föstudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Bjartviðri og frosti um allt land, en skýjað syðst og líkur á smá úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×