Innlent

Frost verður norðanlands í dag

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Gæsir á köldum morgni.
Gæsir á köldum morgni. vísir/vilhelm

Fremur kalt verður í dag en spáð er að hiti verði á bilinu 0 til 5 stig en vægt frost verður norðanlands. Þá verða skúrir eða él um austanvert landið fram eftir degi en víðast hvar bjart yfir.

Austanátt verður í dag, víðast hvar verða 5-10 m/s en 13-18 m/s með suðurströndinni.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag: Breytileg átt 3-8 og líkur á éljum eða skúrum í flestum landshlutum, síst SA-til. Vægt frost, en frostlaust með suður- og vesturströndinni.

Á þriðjudag: Austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Slydda á köflum um landið suðaustanvert og hiti kringum frostmark, en annars þurrt að kalla og frost 2 til 10 stig.

Á miðvikudag: Austan 5-10 og þurrt veður, en hvassari með suðurströndinni og svolítil rigning eða slydda. Hiti breytist lítið.

Á fimmtudag: Breytileg átt, 3-8 m/s. Víða léttskýjað, en stöku él um landið norðaustanvert. Frost um allt land.

Á föstudag: Útlit fyrir suðaustlæga átt. Bjartviðri og frosti um allt land, en skýjað syðst og líkur á smá úrkomu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.