Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:00 Boðið er upp á tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík, stúdentum að endurgjaldslausum. getty/Jeffrey Greenberg/Vísir/vilhelm Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira