Enski boltinn

Klopp: Ómögulegt að fara taplaus í gegnum deildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jurgen Klopp og Jordan Henderson í leikslok
Jurgen Klopp og Jordan Henderson í leikslok vísir/getty
Jurgen Klopp segir það ómögulegt fyrir Liverpool að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa deildarleik.

Það leit allt út fyrir að nýliðar Aston Villa myndu verða fyrsta liðið til þess að vinna Liverpool í gær, þar til Andy Robertson jafnaði metin á 87. mínútu og Sadio Mane skoraði svo sigurmark í uppbótartíma.

„Það er ómögulegt að tapa ekki leik ef þú spilar eins og við gerðum þangað til við fengum á okkur markið,“ sagði Klopp eftir leikinn.

„Við spiluðum ekki illa, reyndar spiluðum við góðan fótbolta, en ekki með sigurhugarfarinu sem við þurfum.“

Það hafa aðeins tvö lið farið heilt deildartímabil án þess að tapa leik, hið fræga lið Arsenal frá 2003-2004 og lið Preston tímabilið 1888-1889.

„Þetta er líklega ómögulegt, en við hugsum ekkert um þetta ef ég á að vera hreinskilinn. Við hugsum bara um hvernig við vinnum næsta leik.“

„Við erum enn að læra og bæta okkur. Ég var nokkuð sáttur með frammistöðuna í dag, en það voru augnablik sem mér líkaði ekki.“
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.