Borgin ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 20:00 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Baldur Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Reykjavíkurborg ætlar að umbylta undirbúningi framkvæmda þannig að rekstraraðilar fái tilkynningar um þær í tíma. Veitingahúsaeigendur á Hverfisgötu ætla fara fram á milljónir í bætur vegna tafa á framkvæmdum þar. Ásmundur Helgason, einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins, greindi frá því í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun að hann ætli að krefja borgina um milljónir í bætur. Hefur veltan verið um fjörutíu prósent minni á veitingastaðnum því aðgengi að honum hefur verið afleitt vegna framkvæmdana. Hefur Ásmundur verið afar gagnrýninn á borgina. Tilkynning um framkvæmdirnar barst frá borginni degi eftir að þær hófust í maí. Átti þeim að vera lokið í ágúst en sér ekki fyrir endan á þeim fyrr en um miðjan þennan mánuð. Ásmundur sagðist ekki bjartsýnn á að borgin muni bæta verklag líkt og lofað er. Fjárhagsáætlun sé ekki samþykkt fyrr en í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumars verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðarmótin mars/apríl. Því muni tilkynning til rekstraaðila ekki berast fyrr en í maí, líkt og gerðist í hans tilviki.Boða rekstraraðila strax að borðinu í janúar Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulagsráðs, segir hins vegar mikilla breytinga að vænta. Til stendur að boða rekstraraðila að borðinu strax í janúar á næsta ári. Það sé hægt að gera áður en til útboðs kemur síðar á árinu. „Og huga að því hvernig við ætlum að standa að framkvæmdunum. Hvernig framkvæmdasvæðið mun líta út, hvernig hönnun á svæðinu muni líta út og hvernig aðgengi verður að því. Þannig að þetta geti allt haldist í hendur við útboðið,“ segir Sigurborg.Starfsmaður ávallt á verkstað Ætlunin er að starfsmaður skipulagssviðs verði ávallt á verkstað. „Hann verður þar sem framkvæmdir eru til að fylgja eftir að útboðsskilmálum sé framfylgt og fylgja því eftir að það sé tryggt aðgengi á verkstað og bæta samskipti á milli borgarinnar, verktaka og rekstraraðila.“ Reykjavíkurborg hefur haft breytingar á neðri hluta Laugavegar og svæðinu við Hlemm til skoðunar sem næstu framkvæmdir. Sigurborg segir að ferlið hafi í rauninni verið þannig hingað til að þegar búið sé að teikna verkið, bjóða það út og samþykkja útboð, sé fyrst tilkynnt um framkvæmdirnar. „Þá er í rauninni oft kannski nokkrir dagar jafnvel í það að framkvæmdir hefjist sem er allt of stuttur tími.“Ekki mörg fordæmi fyrir bótum Hún segist hafa skilning á þeim aðstæðum sem rekstraraðilar við Hverfisgötu hafa verið settir í en segir ekki mörg fordæmi fyrir bótum líkt og eigendur Gráa kattarins ætla að fara fram á. „Það þyrfti að setjast yfir það mál og skoða það sérstaklega.“ Líkt og áður segir hafa umtalsverðar tafir orðið á framkvæmdinni þar sem jafnvel var ekki unnið dögum saman á framkvæmdasvæðinu. Spurð hvort að borgin muni fara fram á tafabætur frá verktakanum svarar hún að það hafi ekki komið til tals enn sem komið er. „En þetta snýst ekki bara um verktaka, þetta snýst líka um innra skipulag á framkvæmd. Í þessari framkvæmd var mikið verið að breyta lögnum. Þarna voru hundrað ára gamlar lagnir sem þurfti að skipta um frá a til ö. Hluti af því var ástæðan fyrir töfunum, það þurfti að fleyga klappir og ýmislegt fleira til að koma fyrir fráfallslögn. Lagnir voru ekki til á landinu þegar framkvæmdir hófust. Þannig að það er ýmislegt þarna líka sem þarf klárlega að bæta.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira