Erlent

Boris biðst afsökunar á Brexit frestun

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar á seinkun Brexit.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst afsökunar á seinkun Brexit. getty/Rui Vieira

Boris Johnsson, forsætisráðherra Bretlands og formaður Íhaldsflokksins hefur beðist afsökunar á því að Bretum hafi ekki tekist að ganga úr Evrópusambandinu fyrir síðustu mánaðamót eins og stefnt hafði verið að.
Johnson kenndi þinginu um hvernig fór en þingið samþykkti lög í september sem koma áttu í veg fyrir að Bretar yfirgæfu ESB án samnings.

Ekkert varð úr samkomulagi og þurfti Johnson að sækja um frestun útgöngu. Nú er útganga Bretlands úr sambandinu áætluð 31. janúar á næsta ári.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.