Enski boltinn

Arsenal neitar fundi með Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho er sagður vilja aftur í ensku úrvalsdeildina
Mourinho er sagður vilja aftur í ensku úrvalsdeildina vísir/getty
Arsenal neitar því að forráðamenn félagsins hafi fundað með Jose Mourinho um að taka við starfi knattspyrnustjóra félagsins.

Það er orðið nokkuð heitt undir sæti Unai Emery ef marka má fréttaflutning í Englandi, en Arsenal hefur aðeins unnið tvo af síðustu níu deildarleikjum.

Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Úlfana á laugardag og var það í þriðja skipti á viku sem Arsenal missir niður forystu.

Jose Mourinho hefur verið orðaður við starfið hjá Arsenal síðustu daga og var hann á vellinum þegar Arsenal vann Vitoria í Evrópudeildinni.

Mourinho var sagður hafa fundað með Raul Sanllehi, yfirmanni knattspyrnumála hjá Arsenal, en Lundúnafélagið neitar þeim fregnum og samkvæmt Sky Sports hafa þeir ekki talast við í fjölda ára.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×