Innlent

Rjúpnaveiði fyrstu helgi tímabilsins gekk vel

Jón Þórisson skrifar
Rjúpnaveiðar.
Rjúpnaveiðar. Fréttablaðið/Vilhelm
„Mér sýnist á samfélagsmiðlum og af því sem ég hef heyrt að þetta hafi verið góð helgi til veiða,“ segir Áki Ármann Jónsson, formaður Skotvís. Hann segir að gott veður hafi átt sinn þátt í því. Hann segir að nokkuð virðist hafa verið af fugli. Erfitt sé hins vegar að segja um hvar mest veiddist þessa helgina.

„Það sem maður veit er að Norðurlandið, Norðausturlandið, Austurlandið og Vestfirðir hafi haldið þessu uppi.“ Áki segir að það sé algengt að menn fari á þessi svæði þó að þeir búi annars staðar. „Eitthvað hefur verið um að menn hafi verið á fjórhjólum og sexhjólum við veiðar. Það er algerlega bannað samkvæmt veiðilögum og við höfum verið að brýna það fyrir mönnum.“

Áki segir ekki meira um það í ár en endranær að landeigendur hafi lokað svæðum fyrir veiðum. „Þetta er áberandi núna því þessar tilkynningar eru að færast inn á samfélagsmiðla.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×